Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Fundur um myglusveppi í húsum og áhrif þeirra á heilsufar íbúanna, einkum á astma og ofnæmi.

Astma- og ofnæmisfélagið efnir til fundar þriðjudaginn 11. nóv. n.k. í Gerðubergi kl. 20:00.

 

Fjallað verður um myglusveppi í húsum og áhrif þeirra á heilsufar íbúanna, einkum á astma og ofnæmi.

  Erindi halda:           

Dr. Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur: Orsök myglusveppa í húsum          

Dr. María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungnalæknir: Valda myglusveppir í húsum astma og ofnæmi?          

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur: Myglusveppir - hvað, hvar, af hverju og hvernig skal bregðast við

  

Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar í boði félagsins.

  

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins  http://ao.is/ 

Innsett F S.

Hin nýja hagspeki

 

feykir.is | Gagnlausa Hornið | 13.10.08 | 21:07

 

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

 

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!

( innsett F.S. )

Lungun okkar og súrefnið Pálmi Stefánsson skrifar um mannslíkamann og súrefni

Miðvikudaginn 27. ágúst, 2008 - Aðsent efni http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1238473  

 

 MANNSLÍKAMINN er afarflókinn og gerður úr tugum billjóna frumna sem vinna saman. Tvennt er sameiginlegt frumum líkamans:   allar þurfa þær næringu og    svo eru boðskipti milli þeirra.    Þetta síðara er ekki eins vel vitað og hið fyrra. Í einni frumu er talið að allt að 150.000 efnahvörf geti átt sér stað á sekúndu hverri!   

Heilinn okkar er gerður af billjónum frumna og er gífurlega orkufrekur og þarf aðallega sykurinn glúkósa (sem er kolvatn) og súrefni úr loftinu til orkuframleiðslu og starfsemi.    Vanti súrefni í fáar mínútur deyja frumurnar og leysast upp.    Talið er að fimmtungur súrefnisþarfar líkamans sé eingöngu vegna heila okkar. Ekki er vitað nema heilabilunarsjúkdómar séu að einverju leyti vegna skorts á nægjanlegu súrefni til heilans. Öll líkamsþjálfun miðar að því að styrkja hjartað og æðakerfið til að flytja nægjanlegt súrefni til frumnanna auk næringar.  

Þar sem um 21% andrúmloftsins er súrefni þarf lungun til að koma því yfir í blóðið, en þar flytur blóðrauðinn það til frumnanna og tekur koldíoxíð frá bruna sykursins til baka.    Sé nú CO (kolmónoxíð) í loftinu þá binst það blóðrauðanum í stað súrefnisins og blóðið flytur minna súrefni.    Hjá reykingafólki getur þetta orðið allt að 15% minni súrefnisupptaka.   Sama á við um H²S (brennisteinsvetni).   Þá má nefna, að ég hef unnið með mönnum sem hættu ekki að reykja fyrr en stórir tjörublettir voru komnir framan á brjóstið og aftan á bakið.     Tjara telst til kolvetna 

Lungun eru með í kringum 300–400 milljónir viðkvæmra lungnablaðra, sem smá-skemmast yfir ævina, þótt líkaminn sé duglegur við að gera við skemmdir á frumunum.   Til að mynda getur H²S og SO² (brennisteinsdíoxíð) myndað sýrur sem skemma þær varanlega, auk skemmda vegna ýmissa sýkinga af völdum gerla eða vírusa. Séu lungun orðin illa farin þurfa sumir aldraðir í dag að draga á eftir sér súrefnisflöskur til að geta andað.  

Sum efni í loftinu valda krabbameini, sé ertingin eða viðveran við efnið næg, styrkur skiptir litlu máli. Þetta á við um kolvetnin (olíuvörur) en þau telja yfir 700 efni.     Má hér t.d. nefna benzól í olíu, en í bensín er oft sett 1% í stað „blýsins“ áður til að auka oktanið. Benzólið sest í fituvef og veldur lungnakrabbameini. Önnur heilsuskaðleg efni í lofti undir iðnaðarmarkgildum eiga að skila einstaklingum í gegnum starfsævina í t.d. iðnaði. En samt fylgjast sumir atvinnuveitendur grannt með lungnaheilsu starfsliðsins!   Í áliðnaði eru lungun t.d. skoðuð tvisvar á ári.   Sé hins vegar mengun loftsins há og yfir markgildum veldur hún eitrunum. Heilinn fær einfaldlega ekki nóg súrefni og fólk fær að lokum yfirlið. Sé ekkert að gert þarf ekki margar mínútur til þess að einstaklingurinn deyi úr eitrun eða súrefnisskorti.  

Það verður því aldrei ofmetið hvað hreint ómengað loft er mikilvægt heilsu okkar. Að leyfa að hreinsa ekki brennisteinsdíoxíð úr útblæstri stóriðjunnar og brennisteinsvetni frá varmaaflsvirkjunum er glapræði.    Þá er t.d. rafbílavæðing lausn á mengun bílanna í þéttbýli.     Fólk ætti að hafa í huga, að mengunin getur orðið 4–6 sinnum meiri inni í bíl í dag á fjölfarinni götu en á gangi meðfram götunni. Þá eru öll bílagöng með mjög slæmt loft.     Það er hægt að læra ýmislegt af Norðmönnum sem hafa m.a. losnað við brennisteinsdíoxíð-mengun að kalla í þéttbýli með markvissum aðgerðum síðustu tuttugu árin.  

Flestir deyja nú til dags úr lungnasjúkdómum,   þar á meðal krabbameinssjúklingar.    Það eru því einhver bestu lífsgæðin að stuðla að hreinu lofti fyrir landsmenn.   En langtímamarkmið með úrræðum sem framkvæmd verða þarf til. Lýðheilsan mun bara versna verði ekkert að gert.    Það þarf að huga að heilsuþættinum líka      samhliða öllum stóriðju- og varmaaflsvirkjunaráformunum.  

 Höfundur er efnaverkfræðingur.

( innsett, undirstrikanir og leturbreytingar F.S. ) 


Kæfisvefn tíðkast meðal barna

24 stundir miðvikudaginn 11. júní 2008

Kæfisvefn  barna   haldidabarni

Áætlað er að þrjú til tólf prósent barna á grunnskólaaldri hrjóti. Flest þeirra eiga ekki við nein önnur vandkvæði að stríða en um tvö prósent barna þjást af kæfisvefni sem í auknum mæli er talinn valda hegðunarvandamálum hjá börnum.   

Þekkt einkenni

Samkvæmt ráðleggingum frá félagi bandarískra sérfræðinga um svefnvandamál er ýmislegt sem getur bent til þess að barnið þjáist af kæfisvefni. Þau börn eru gjarnan þreytt á daginn og sofa óreglulega og illa þar sem þau vakna oft, grípa andann á lofti í svefni og geta átt erfitt með að halda athygli þegar í skólann er komið. Kæfisvefn hjá börnum getur verið fylgifiskur ofstórra hálskirtla, of hás blóðþrýstings eða þess að barnið er of þungt.  

Hægt er að rannsaka barnið með ýmsum ráðum, t.d. þar sem hegðun þess í svefni er tekin upp eða rannsökuð með þar til gerðri tækni.  

Kæfisvefn

Á Vísindavefnum segir að kæfisvefn (e. sleep apnea) geti verið hættulegur og full ástæða sé fyrir þá sem þjást af honum að leita til læknis. Þar segir einnig að kæfisvefn sé til hjá börnum en sé þó langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Á vefsíðunni doktor. is ritar Þórarinn Gíslason læknir að öndunartruflanir fyrirfinnist einnig hjá börnum og hafi rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýnt að að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni.   

Rannsóknir hafa verið gerðar á kæfisvefni barna hér á landi en slíkar rannsóknir eru taldar mikilvægur þáttur í greiningu barna með svefnraskanir þar sem þær geta varpað ljósi á algengi, orsakir og alvarleika þessa sjúkdómsástands.   

Einnig geta svefnrannsóknir auðveldað valið fyrir þau börn sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða öndunarvélarmeðferð við kæfisvefni eða lyfjameðferð við vélindabakflæði.   

Til er íslenskt félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflarnir sem kallast Vífill og má lesa ýmsan fróðleik á vefsíðu félagsins www.vifill.blog.is  .  

 

Innsett: F.S.


Hrotur raktar til gæludýraeignar í æsku

Frétt af:  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item222977

 Fyrst birt:           25.08.2008 12:48

Síðast uppfært:  25.08.2008 12:50

Sofandi kona af ruv.is  165989_63_preview

 

Ástæðan fyrir því að sumir hrjóta kann að mega rekja til gæludýraeignar í æsku. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri norrænni rannsókn. Sextán þúsund karlar og konur á aldrinum 25 til 54 ára tóku þátt í rannsókninni sem var gerð við Háskólasjúkrahúsið í Umeo í Svíþjóð.

 

 

Fólk á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Eistlandi og í Svíþjóð var spurt um æsku sína, fjölskylduhagi, svefn, reykingar, hæð og þyngd.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu   16% karla á miðjum aldri hrjóta og   7% kvenna. 

 

Átján prósent þátttakenda reyndust hrjóta að minnsta kosti þrjár nætur í viku.

Rannsakendur komust að því að reynsla æskuáranna geti leitt til þess að viðkomandi hrjóti á fullorðinsárum. Tuttugu og sjö prósent þátttakenda hafði til dæmis þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sýkingar í öndunarfærum áður en þeir náðu tveggja ára aldri.   Þeir sem oft fengu eyrnabólgu eða sýkingu í eyrum á unga aldri voru 18% líklegri til að hrjóta.   Þá leiða niðurstöður rannsóknarinnar það í ljós að þeir sem ólust upp í stórri fjölskyldu voru líklegri til að hrjóta.   

Þeir sem ólust upp með hund á heimilinu reyndust 18% líklegri til að hrjóta seinna meir en þeir sem ekki áttu hund.   

  

Karl Franklin, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að hundum fylgi agnir sem berist í lofti og geti ýtt undir bólgur og þar með leitt til þess að breytingar verði á öndunarfærum snemma á lífsleiðinni. Það geti síðan aukið líkurnar á hrotum seinna á lífsleiðinni.

Aðrir sérfræðingar vilja hins vegar ekki taka undir þá fullyrðingu að hundaeign geti leitt til þess að fólk hrjóti.

Hrotur megi rekja til titrings sem verði í öndunarfærum og óhljóðin sem myndist verði til vegna þess að loft nái ekki að berast óhindrað um öndunarveginn á meðan hrotubelgurinn sofi. Óreglulegt loftstreymi megi annaðhvort rekja til slappleika í hálsi, að kjálki sé skakkur eða spenna í vöðvum, fita hafi safnast í kringum hálsinn eða fyrirstaða sé í nefholi.  

( Uppsett, leturbreytingar og fl. F.S. )

 


Ráðgjafahópur skipaður um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina

23.6.2008          http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2824    

Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. 

Tilgangur vinnu ráðgjafahópsins er að fara yfir og meta forvarnir á borð við bólusetningar og skimanir í tengslum við nýja heilsustefnu. Hópurinn skal eins og kostur er leitast við að leggja mat á kostnaðarhagkvæmni bólusetninga og skimana fyrir lýðheilsu Íslendinga almennt og skilgreina betur hvernig best sé að standa að málum. Hópurinn var skipaður þann 18. júní 2008 og skal skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. október 2008. 

Ráðgjafahópurinn er þannig skipaður: 

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, formaður
Ásgeir Theódórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands
Sigurður B. Þorsteinsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, heilbrigðisráðuneytinu
Tinna Ásgeirsdóttir, lektor í heilsuhagfræði við viðskipta- og hagfræðideild H.Í.
Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í heilbrigðisfræði og fyrirbyggjandi læknisfræði við læknadeild H.Í.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á bólusetningasviði hjá sóttvarnalækni.
 

( Innsett  F.S. )


Þetta eru ekki ný tíðindi......

Þetta er enn ein rannsóknin sem bendir til tengsl séu á milli offita og ófullkomins svefns.

Áður hefur verið bent á þessi tengs vegna virkni hormóna sem eingöngu virka þegar einstaklingurinn sefur.

Svefninn er merkilegt fyrirbæri og mikið rannsakaður erlendis og hér á Íslandi.

Í fyrra var 20ára afmæli svefnrannsókna á Íslandi.  Um það ékkert fjallað í fjölmiðlum.

Þórarinn Gíslason læknir  á Lungnadeild LHS í Fossvogi ( áður á Vífilsstöðum ) og hanns samstarfsfólk hefur verið í fararbroddi þessara rannsókna hérlendis.    Með starfi sínu hefur það fólk stórbætt lífsgæði mörg þúsund Íslendinga.

F.S.


mbl.is Tengsl milli offitu og svefns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði

 

 Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 

Sjálfsmatsblöð geta auðveldað sjúklingum að taka  virkan þátt í endurhæfingu sinni 

Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur MS, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnastjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri 

Í stefnumótun og lögum um heilbrigðisþjónustu er vaxandi áhersla lögð á það að sjúkl­ingar taki virkan þátt í meðferð sinni og að þjónustan sé einstaklingsmiðuð. Í raun má segja að horfið hafi verið frá forræðishyggju í heilbrigðiskerfinu og að sjúklingar hafi breyst frá óvirkum þiggjendum heilbrigðisþjónustunnar til virkra þátttakenda sé tekið mið af stefnumótun í heilbrigðisþjónustu í hinum vestræna heimi síðustu áratugina. Ef grannt er skoðað má hins vegar greina ákveðna forræðishyggju í þessum miklu stefnu­mótunarbreytingum. Ástæður þessa má meðal annars rekja til þess að við stefnumótun­ina hefur þátttaka sjúklinga verið ákvörðuð út frá sjónarhóli heilbrigðisstarfsfólks og stjórnenda en ekki út frá sjónarhóli sjúklinga. Á síðustu árum hafa sjálfsmatseyðublöð verið þróuð á Íslandi fyrir sjúklinga í endurhæfingu meðal annars til að gera þeim kleyft að taka þátt í endurhæfingu sinni. Sjúklingar í endurhæfingu eru beðnir um að skrá á blöðin mat sitt á heilsufari á heilrænan hátt og greina þá heilsufarsþætti sem valda þeim óþægindum. Blöðin eru byggð á heilsufarslyklum þeim sem flokkunarkerfi NANDA hjúkrunargreininga byggir á. Miðað er við sjúklingarnir ræði síðan mat sitt við hjúkr­unarfræðing. Blöðin og vinnulagið þeim tengt eru byggð á rannsóknum en hafa verið aðlöguð að klínísku starfi í samvinnu við hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu. Í fyrirlestr­inum verður þróun blaðanna kynnt en lögð verður sérstök áhersla á hvernig rannsóknir á virkri þátttöku út frá sjónarhóli sjúklinga verða nýttar við frekari þróun þeirra.

 
 
 

Mánudaginn 10. mars 2008, kl. 12:10-12:50
í stofu C-201 á 2. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Málstofan er öllum opin.    
www.rsh.hi.is

  

Þeir sem hafa áhuga á að vera í fjarfundasambandi gefi Ingibjörgu Einarsdóttur upp IP-númer með góðum fyrirvara, sími: 525-4985 / netfang: ingaein@hi.is.

 

 

( innsett F.S. )


Google setur 11 milljónir dala í Tengiltvinnbílaþróun (20.06.2007)

 
Hið framsækna fyrirtæki Google hefur ákveðið að leggja sitt að mörkum við þróun á tengiltvinnbílum (plug-in).  Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þetta vænlegustu leiðina til átt að betri orkunýtni og minni útblæstri.  Fyrirtækið mun meðal annars breyta 6 tvinnbifreiðum í eigin eigu í tengiltvinnbíla, 4 Toyota Prius og 2 Ford Escape.  Fyrirtækið mun þannig aðstoða við að safna keyrslugögnum sem nota má fyrir frekari þróun.  Þetta er hluti af þrískiptri áætlun sem m.a. snýst um þróun á  skilvirkara raforkukerfi með tengiltvinnbíla sem lykiltæki við álagsjöfnun.
Það er fyllsta ástæða fyrir Íslendinga að fylgjast með þessari þróun enda fáir staðir betri til að reka tengiltvinnbíla en einmitt hér á landi þar sem rafmagn er 100% endurnýjanlegt og nóg til af því á hagstæðu verði.

Hægt er að lesa meira um áætlanir Google hér  http://www.google.org/recharge / 

Netkynning á hugmyndum Google u Tengiltvinnbíla.

Google.org RechargeIT: Plug-in Hybrids

http://www.youtube.com/watch?v=oDjSbWTJbdo

Væri það ekki góð hugmynd að  Happdrætti SÍBS  byði upp á Tengiltvinnbíla  (Raf-tvin bíl) sem happdrættisvinning í framtíðinni.   Hreint loft er sérstaklega mikils virði fyrir félagsmenn SÍBS sem eru með asma, ofnæmi eða lungnasjúkdóma.  

Hér neðar eru svo nokkrir linkar á kynningarþætti um umhverfisvæna orkunotkun en þó fyrst   einn íslenskur torfærubíll með 8 sílindra GMC bensínmótor  , með ofurdekkjum og fleyri aukabúnaði´

Hann keyrir “á vatni”. 

Ekki eins og hinir bílarnir, þar sem  ”vatnið er eldsneiti” heldur keyrir hann yfir einhvern hluta af Kleifarvatni.  

Top Gear Jeep Driving over Water

http://www.youtube.com/watch?v=zD0hN-96ypE&mode=related&search=  

 

Top Gear - Water Car

http://www.youtube.com/watch?v=NLKExuHlQMQ&mode=related&search=  

     

RAV4 bíll

http://www.youtube.com/watch?v=62fGYEtZ1gA&NR=1

  

Solar Hybrid Toyota Prius

http://www.youtube.com/watch?v=reB7KTQkbjk&NR=1

  

Sólarorka og Ljósleiðari til lýsingar

Hybrid Solar Lighting - Featured on Hacked Gadgets

http://www.youtube.com/watch?v=DJK9f6fs3Dw&mode=related&search=  

  

SOLAR TOWERS - Enviromission

http://www.youtube.com/watch?v=uWBfkYUSEs8&mode=related&search=  

  

How to Convert Water into Energy

http://www.youtube.com/watch?v=MS5qFTWBbP4&mode=related&search=  

  

Batteries powered by water

http://www.youtube.com/watch?v=B601aMfBirw&mode=related&search=  

  

Hydrogen Fortified Engine

http://www.youtube.com/watch?v=Z4N6E2rDmig&mode=related&search=  

  

Run your Car on Water - No more Fuel Costs !

http://www.youtube.com/watch?v=3_F_AnjFtag&mode=related&search=  

   

Water Car Inventor Murdered!

http://www.youtube.com/watch?v=L6yRn4IAsrU&mode=related&search=  

  

Water Engine - Untold Misteries

http://www.youtube.com/watch?v=m_21KafrwRc&mode=related&search=

 

F.S.


Enn um möguleika í stofnfrumurannsóknum......

Það er fróðlegt að sjá hvað er að gerast í meðhöndlun sjúkdóma með stofnfrumum.   Stutt er síðan hér byrtist grein um notkun á stofnfrumum við lagfæringar á “biluðum”hjartalokum.

 

Ég veit að þetta eru umdeildar rannsóknir og ég held að stofnfrumurannsóknir séu ekki leyfðar hér á landi.   

 

Þetta gefur von um fleyri möguleika við að meðhöndla sjúkdóma og vefi.  

Mjög fróðlegt svið en ég er ekki sérfræðingur í þessu. 

Kíkið bara á greinina.                F.S.

 Af:   http://visir.is/article/20070411/FRETTIR05/70411023

“Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum

 

Grein um sykursíki af Vísi is   untitled

Getty Images

Vísir, 11. apr. 2007 08:57  

Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Í henni voru stofnfrumur teknar úr þeim sjálfum og svo sprautað aftur inn í líkama þeirra. Á meðan rannsókninni stóð voru sjúklingunum gefin lyf til þess að koma í veg fyrir að líkami þeirra hafnaði stofnfrumunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk með sykursýki geti lifað án þess að þurfa að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum. Þær gætu leitt til byltingar í því hvernig sykursýki er meðhöndluð.

Fólk með sykursýki 1 þarf að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum þar sem ónæmiskerfi þeirra kemur í veg fyrir að líkamar þeirra framleiði efnið.
13 af 15 þátttakendum í rannsókninni þurftu ekki á insúlínsprautum að halda í þrjú ár eftir að meðferð lauk.

Fólk fær sykursýki 1 þegar ónæmiskerfið ræðst gegn þeim frumum sem framleiða insúlín.   Í rannsókninni voru fyrst teknar stofnfrumur úr blóði þeirra.   Þeir gengust síðan undir væga tegund efnameðferðar til þess að eyða þeim hvítu blóðkornum sem réðust gegn insúlínframleiðandi frumum.  
Að lokum var stofnfrumunum sprautað aftur í þátttakendurnar til þess að byggja upp ónæmiskerfi þeirra á ný.

Frá þessu er skýrt á vef breska tímaritsins Time í dag. Hægt er sjá greinina í fullri lengd hér.”   
http://www.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/health/article1637528.ece 

Höfundur greinarinnar:   Jónas Haraldsson fréttamaður 

Undirstrikanir og leturbreytingar eru mínar.         F.S.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband